Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2024 10:56 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað staðfesta að mál sé til rannsóknar sem tengist umræddum togara. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn þó, að lögregla hafi kynferðisbrot til rannsóknar, þrír hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn þess máls og þeir yfirheyrðir en hafi nú verið sleppt. Þá sé ekkert skip kyrrset í tengslum við rannsóknina. Að öðru leyti verst lögregla fregna af málinu. Uppfært klukkan 12:04 Tilkynning hefur borist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað staðfesta að mál sé til rannsóknar sem tengist umræddum togara. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn þó, að lögregla hafi kynferðisbrot til rannsóknar, þrír hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn þess máls og þeir yfirheyrðir en hafi nú verið sleppt. Þá sé ekkert skip kyrrset í tengslum við rannsóknina. Að öðru leyti verst lögregla fregna af málinu. Uppfært klukkan 12:04 Tilkynning hefur borist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú meint kynferðisbrot í Hafnarfirði á laugardag, en tilkynning um málið barst lögreglu á áttunda tímanum í gærmorgun. Málið var strax tekið mjög alvarlega og voru viðbrögð lögreglu eftir því, en í upphafi voru málsatvik um margt óljós. Þrír voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeim var síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Rannsókn málsins er áfram í fullum gangi en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Minnt er á að það er ekki venjan að embættið tjái sig um rannsóknir einstakra kynferðisbrota á frumstigi rannsóknar og tekur þessi tilkynning mið af því.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira