Ekki lagaheimild fyrir einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 21:00 Frá kröfugöngu til stuðnings Palestínu, en mótmælendur hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Vísir/Hjalti Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís. Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís.
Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira