„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2024 12:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir málið stranda hjá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Arnar Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf. Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf.
Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira