Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefán Vagn og Lilja Rannveig leiða lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Stefán Vagn Stefánsson hlaut flest atkvæði í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Stefán Vagn hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti og þá hlaut Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti en hún sóttist eftir öðru sæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, sitjandi þingmaður Framsóknarflokksins, hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“

Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt.

Nýjar hraun­tungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum

Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgosið í Geldingardal í Fagradalsfjalli er eitt það minnsta sem sögur fara af. Þó er ekki talið útilokað að gos verði annars staðar í sprungunni. Ítarlega verður fjallað um eldgosið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sluppu með skrekkinn eftir harðan þriggja bíla árekstur

Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð á mörkum Reykjanesbrautar og Sæbrautar skammt frá Súðavogi síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 17:20 í dag en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru tveir aðilar fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata

Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag.

Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann

Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst.

Sjá meira