„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 12:51 Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, finnur fyrir TikTok banninu í Bandaríkjunum á eigin skinni. Vísir/Getty Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi. Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“ TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“
TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira