„Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 21:03 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur. Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur.
Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira