„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:49 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er glaður í hjartanu yfir viðtökum almennings sem birtast í fjölda tillagna til hagræðingar í samráðsgátt. Vísir/Vilhelm Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira