Innkalla andlitsgrímur sem eru sagðar veita falskt öryggi Rekstrarvörur hafa hafið innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum sem stóðust ekki prófanir. Um er að ræða CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2 sem seldar voru í tíu stykkja pakkningum með vörunúmerinu 10KN95. 26.3.2021 17:31
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26.3.2021 17:07
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26.3.2021 15:19
Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. 26.3.2021 13:36
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26.3.2021 11:50
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26.3.2021 08:00
SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. 25.3.2021 20:01
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25.3.2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25.3.2021 15:36
Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna. 25.3.2021 12:49