SE svarar Festi sem bendir á bresti og segir Lúðvík of dýran í rekstri Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 20:01 Stjórn Festi segir að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið. Samsett Samkeppniseftirlitið segir Lúðvík Bergvinsson, sem var skipaður óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Festi, hafa gegnt mikilvægu hlutverki og gert grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni sem séu nú til rannsóknar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins (SE) en tilefni hennar er umfjöllun fjölmiðla um kostnað Festi vegna Lúðvíks sem hefur gegnt hlutverkinu frá árinu 2018. Skipun kunnáttumanns var meðal skilyrða fyrir því að samruni N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar og Elko, næði fram að ganga. Starfar Lúðvík, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem fulltrúi SE innan hins sameinaða félags. Greitt 55,6 milljónir króna vegna Lúðvíks Fram kom í skýrslu stjórnar Festi sem stjórnarformaðurinn Þórður Már Jóhannessonar flutti á aðalfundi félagsins á mánudag að kostnaður vegna kunnáttumannsins væri kominn upp í 55,6 milljónir króna. Kjarninn greindi frá málinu en til viðbótar hafa reikningar lögfræðinga Festi vegna sáttarinnar við SE numið 24,4 milljónum króna og samanlagður kostnaður félagsins frá upphafi sáttar því um 80 milljónir króna. Þórður Már Jóhannessonar, stjórnarformaður Festi.Festi Að mati stjórnar er þessi kostnaður „verulega hærri en væntingar voru til um“ og bent á að kostnaður Haga af óháðum kunnáttumanni sem skipaður var vegna samruna félagsins við Olís sé brot af kostnaði Festi. Þá segir stjórn Festi að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið og að því hafi „á tíðum þótt skorta á að leiðbeiningar kunnáttumanns væri með þeim hætti sem vænta mætti.“ Festi hyggst óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks að sátt félagsins við SE en skipunartími hans á ekki að renna út fyrr en í október 2023. Geti leitt til töluverðs hagræðis fyrir fyrirtæki Í yfirlýsingu SE segir að hlutverk kunnáttumanns sé að fylgja því eftir að viðkomandi fyrirtæki grípi tímanlega til þeirra ráðstafana sem það hafi lofað að grípa til og jafnframt að taka til skoðunar mögulegar kvartanir og önnur atriði sem kalli á sérstaka skoðun. „Er hann oft í stöðu til þess að leysa úr álitaefnum sem upp koma, sem og kvörtunum keppinauta og viðskiptavina, með skjótvirkari hætti en samkeppnisyfirvöldum er unnt. Þannig getur skipan kunnáttumanns leitt til töluverðs hagræðis bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og samkeppnisyfirvöld,“ segir á vef stofnunarinnar. Lúðvík Bergvinsson, sem situr í stjórn Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undirritun samnings um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar.Vegagerðin Skipan kunnáttumanns í málum af þessu tagi er sögð byggjast á alþjóðlegum fordæmum í samkeppnisrétti og meðal annars ætlað að stuðla að því að samrunar fyrirtækja valdi almenningi ekki tjóni. „Í þessu máli hefur kunnáttumaður gegnt mikilvægu hlutverki í að varpa ljósi á framkvæmd Festi á þeim skilyrðum sem félagið skuldbatt sig til að fylgja. Í samræmi við starfsskyldur sínar hefur hann gert Samkeppniseftirlitinu grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni. Eru þau nú til rannsóknar.“ Lúðvík sá eini sem uppfyllti skilyrði SE segir að Festi hafi samkvæmt sátt sinni við stofnunina skuldbundið sig til að tryggja fullnægjandi eftirlit með framkvæmd hennar og velja til þess óháðan kunnáttumann. Festi hafi tilnefnt þrjá einstaklinga í því skyni en að Lúðvík hafi verið sá eini sem uppfyllti skilyrði um óhæði gagnvart Festi og eftirlitsverkefnum sáttarinnar. „Þekkt er í samkeppnismálum að kostnaður af störfum kunnáttumanna getur verið mismunandi. Ræðst það m.a. af því hvort og hvernig viðkomandi fyrirtæki fara að þeim skuldbindingum sem þau hafa lofað að hlíta. Samkeppniseftirlitið hefur gefið fyrirtækjum leiðbeiningar um kostnaðaraðhald með kunnáttumönnum eða eftirlitsnefndum sem starfa samkvæmt sáttum við fyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækjum sé rétt að sýna kunnáttumönnum kostnaðaraðhald með svipuðum hætti og með annarri aðkeyptri þjónustu, án þess að sjálfstæði starfsins sé stefnt í hættu.“ Samkeppnismál Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins (SE) en tilefni hennar er umfjöllun fjölmiðla um kostnað Festi vegna Lúðvíks sem hefur gegnt hlutverkinu frá árinu 2018. Skipun kunnáttumanns var meðal skilyrða fyrir því að samruni N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar og Elko, næði fram að ganga. Starfar Lúðvík, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem fulltrúi SE innan hins sameinaða félags. Greitt 55,6 milljónir króna vegna Lúðvíks Fram kom í skýrslu stjórnar Festi sem stjórnarformaðurinn Þórður Már Jóhannessonar flutti á aðalfundi félagsins á mánudag að kostnaður vegna kunnáttumannsins væri kominn upp í 55,6 milljónir króna. Kjarninn greindi frá málinu en til viðbótar hafa reikningar lögfræðinga Festi vegna sáttarinnar við SE numið 24,4 milljónum króna og samanlagður kostnaður félagsins frá upphafi sáttar því um 80 milljónir króna. Þórður Már Jóhannessonar, stjórnarformaður Festi.Festi Að mati stjórnar er þessi kostnaður „verulega hærri en væntingar voru til um“ og bent á að kostnaður Haga af óháðum kunnáttumanni sem skipaður var vegna samruna félagsins við Olís sé brot af kostnaði Festi. Þá segir stjórn Festi að samstarfið við Lúðvík hafi ekki gengið eins vel og félagið hefði kosið og að því hafi „á tíðum þótt skorta á að leiðbeiningar kunnáttumanns væri með þeim hætti sem vænta mætti.“ Festi hyggst óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks að sátt félagsins við SE en skipunartími hans á ekki að renna út fyrr en í október 2023. Geti leitt til töluverðs hagræðis fyrir fyrirtæki Í yfirlýsingu SE segir að hlutverk kunnáttumanns sé að fylgja því eftir að viðkomandi fyrirtæki grípi tímanlega til þeirra ráðstafana sem það hafi lofað að grípa til og jafnframt að taka til skoðunar mögulegar kvartanir og önnur atriði sem kalli á sérstaka skoðun. „Er hann oft í stöðu til þess að leysa úr álitaefnum sem upp koma, sem og kvörtunum keppinauta og viðskiptavina, með skjótvirkari hætti en samkeppnisyfirvöldum er unnt. Þannig getur skipan kunnáttumanns leitt til töluverðs hagræðis bæði fyrir viðkomandi fyrirtæki og samkeppnisyfirvöld,“ segir á vef stofnunarinnar. Lúðvík Bergvinsson, sem situr í stjórn Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undirritun samnings um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar.Vegagerðin Skipan kunnáttumanns í málum af þessu tagi er sögð byggjast á alþjóðlegum fordæmum í samkeppnisrétti og meðal annars ætlað að stuðla að því að samrunar fyrirtækja valdi almenningi ekki tjóni. „Í þessu máli hefur kunnáttumaður gegnt mikilvægu hlutverki í að varpa ljósi á framkvæmd Festi á þeim skilyrðum sem félagið skuldbatt sig til að fylgja. Í samræmi við starfsskyldur sínar hefur hann gert Samkeppniseftirlitinu grein fyrir mögulegum brotum á sáttinni. Eru þau nú til rannsóknar.“ Lúðvík sá eini sem uppfyllti skilyrði SE segir að Festi hafi samkvæmt sátt sinni við stofnunina skuldbundið sig til að tryggja fullnægjandi eftirlit með framkvæmd hennar og velja til þess óháðan kunnáttumann. Festi hafi tilnefnt þrjá einstaklinga í því skyni en að Lúðvík hafi verið sá eini sem uppfyllti skilyrði um óhæði gagnvart Festi og eftirlitsverkefnum sáttarinnar. „Þekkt er í samkeppnismálum að kostnaður af störfum kunnáttumanna getur verið mismunandi. Ræðst það m.a. af því hvort og hvernig viðkomandi fyrirtæki fara að þeim skuldbindingum sem þau hafa lofað að hlíta. Samkeppniseftirlitið hefur gefið fyrirtækjum leiðbeiningar um kostnaðaraðhald með kunnáttumönnum eða eftirlitsnefndum sem starfa samkvæmt sáttum við fyrirtæki. Þar kemur m.a. fram að fyrirtækjum sé rétt að sýna kunnáttumönnum kostnaðaraðhald með svipuðum hætti og með annarri aðkeyptri þjónustu, án þess að sjálfstæði starfsins sé stefnt í hættu.“
Samkeppnismál Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00