Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 11:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að bíða með ferðir á gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn var utan sóttkvíar. Tengist hópferðum í Geldingadali „Maður hefur kannski áhyggjur af því að þessi aðili sem greindist utan sóttkvíar tengdist svolítið gosstöðvunum og hefur verið í hópferðum þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður.“ Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðunum en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir í Geldingadali. Hann segir það nú á borði rakningateymis almannavarna og landlæknis að rekja smitið. Nokkur örtröð hefur verið við gosstöðvarnarVísir/Vilhelm Veikleiki í núverandi kerfi „Ég held að það sé rétt að biðla til fólks að fara bara mjög varlega í þessum hópum sem fara að gosstöðvunum og helst bíða með það ef hægt er því að það gæti verið smithætta þarna þar sem þúsundir eða tugir þúsunda eru á ferðinni. Þannig að þetta er svona veikleiki í núverandi kerfi finnst mér.“ Þórólfur segir að öll smitin sem hafi komið upp síðustu daga hafi verið af hinu meira smitandi breska afbrigði kórónuveirunnar en að ekki sé búið að ljúka raðgreiningu á sýnunum sem greindust jákvæð í gær. Um 2500 manns fóru í sýnatöku síðastliðinn sólarhring. Sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort fjöldinn verði áfram svo hár en hvetur alla, nú sem fyrr, að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir minnstu einkennum. Ómögulegt sé fyrir fólk að greina á milli einkenna kórónuveirunnar og annarra öndunarfærasýkinga sem gangi nú manna á milli. Hægt að reikna með fleiri smitum næstu daga Að venju hefur nokkuð borið á gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Hafa rekstraraðilar skíðasvæða stigið fram og sagt núverandi aðgerðir vera rothögg fyrir rekstur sem reiði sig á páskaháannatímann. „Það hefur alltaf komið gagnrýni frá mörgum aðilum þegar við erum að herða svo það er ekkert nýtt og ég skil það að mörgu leyti. Ástæðan fyrir því að við erum að herða er jú sú að við erum að reyna að minnka samskipti fólks eins mikið og hægt er og hópamyndanir allar. Það þarf ekki nema að það komi einn aðili inn á skíðasvæði þar sem væri mikil nánd til að við séum komin með mikið smit og mjög marga í sóttkví. Við höfum náð árangri fram að þessu með því að fara í svona víðtækar aðgerðir og ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að kæfa þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Öllum grunnskólum hefur verið lokað til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/vilhelm Hröð aukning hefur verið í fjölda fólks í sóttkví síðustu daga og kæmi það Þórólfi ekki á óvart ef það héldu áfram að greinast nokkur innanlandsmit næstu daga. „En ég vona að það verði bara helst allir í sóttkví og að við séum búin ná utan um hópinn sem gæti hafa smitast.“ Hann segir að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá fyrir endann á þessum hópsmitum og vonar að sem fæstir eigi eftir að bætast í hóp hinna ólánsömu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn var utan sóttkvíar. Tengist hópferðum í Geldingadali „Maður hefur kannski áhyggjur af því að þessi aðili sem greindist utan sóttkvíar tengdist svolítið gosstöðvunum og hefur verið í hópferðum þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður.“ Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðunum en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir í Geldingadali. Hann segir það nú á borði rakningateymis almannavarna og landlæknis að rekja smitið. Nokkur örtröð hefur verið við gosstöðvarnarVísir/Vilhelm Veikleiki í núverandi kerfi „Ég held að það sé rétt að biðla til fólks að fara bara mjög varlega í þessum hópum sem fara að gosstöðvunum og helst bíða með það ef hægt er því að það gæti verið smithætta þarna þar sem þúsundir eða tugir þúsunda eru á ferðinni. Þannig að þetta er svona veikleiki í núverandi kerfi finnst mér.“ Þórólfur segir að öll smitin sem hafi komið upp síðustu daga hafi verið af hinu meira smitandi breska afbrigði kórónuveirunnar en að ekki sé búið að ljúka raðgreiningu á sýnunum sem greindust jákvæð í gær. Um 2500 manns fóru í sýnatöku síðastliðinn sólarhring. Sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort fjöldinn verði áfram svo hár en hvetur alla, nú sem fyrr, að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir minnstu einkennum. Ómögulegt sé fyrir fólk að greina á milli einkenna kórónuveirunnar og annarra öndunarfærasýkinga sem gangi nú manna á milli. Hægt að reikna með fleiri smitum næstu daga Að venju hefur nokkuð borið á gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Hafa rekstraraðilar skíðasvæða stigið fram og sagt núverandi aðgerðir vera rothögg fyrir rekstur sem reiði sig á páskaháannatímann. „Það hefur alltaf komið gagnrýni frá mörgum aðilum þegar við erum að herða svo það er ekkert nýtt og ég skil það að mörgu leyti. Ástæðan fyrir því að við erum að herða er jú sú að við erum að reyna að minnka samskipti fólks eins mikið og hægt er og hópamyndanir allar. Það þarf ekki nema að það komi einn aðili inn á skíðasvæði þar sem væri mikil nánd til að við séum komin með mikið smit og mjög marga í sóttkví. Við höfum náð árangri fram að þessu með því að fara í svona víðtækar aðgerðir og ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að kæfa þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Öllum grunnskólum hefur verið lokað til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/vilhelm Hröð aukning hefur verið í fjölda fólks í sóttkví síðustu daga og kæmi það Þórólfi ekki á óvart ef það héldu áfram að greinast nokkur innanlandsmit næstu daga. „En ég vona að það verði bara helst allir í sóttkví og að við séum búin ná utan um hópinn sem gæti hafa smitast.“ Hann segir að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá fyrir endann á þessum hópsmitum og vonar að sem fæstir eigi eftir að bætast í hóp hinna ólánsömu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52
Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24
Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40
Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45