Isiah Whitlock Jr. látinn Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee. 31.12.2025 09:44
„Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það. 31.12.2025 00:11
„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik. 30.12.2025 22:43
Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hafið innköllun á Rakettupakka 2 og tekið hann úr sölu eftir að ábendingar bárust í kvöld um að sumar raketturnar í þeim væru gallaðar. Prófanir sýni að einhverjar þeirra springi of snemma. 30.12.2025 21:35
Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn. 30.12.2025 19:06
Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili. 30.12.2025 18:37
Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“ 22.12.2025 23:53
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. 22.12.2025 22:13
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. 22.12.2025 20:17
Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Landhelgisgæslan leitaði ásamt áhöfn danska flughersins á hafsvæðinu um 140 sjómílum suðvestur af Reykjanesi í dag eftir að áhöfn einkaflugvélar taldi sig hafa séð neyðarmerki skotið á loft. 22.12.2025 19:00