Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda

Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra.

Hundrað listamenn saman á sýningu

Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki.

Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum

Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast.

„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“

„Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“

Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni.

„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“

„Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu.

„Uppskera og lokahóf menningarársins“

Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning.

„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“

Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa

Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar.

Sjá meira