Á Instagram síðu sinni skrifaði hún:
„Spila á selló með Billy Joel í kvöld. Besta leiðin til þess að enda þennan töfrandi dag.“
Í byrjun febrúar sendi Joel frá sér lagið Turn The Lights Back On sem hann flutti á Grammys og er það fyrsta lagið frá honum í sautján ár. Flutningurinn þótti jafnframt sögulegur fyrir þær sakir að hann hefur ekki komið fram á Grammy verðlaunahátíðinni og flutt tónlist sína í þrjátíu ár.
Laufey ræddi við bandaríska fjölmiðilinn ET Online og sagði að það væri algjörlega einstakt að fá að spila á sviðinu með Billy Joel. Þá fékk hún að leita í ræturnar sínar fyrir flutninginn.
„Ég er að spila á selló þannig að ég fæ svolítið að setja sönginn til hliðar og flytja það sem ég æfði þegar ég var að alast upp, sem er svo einstakt,“ sagði Laufey sem er mikill aðdáandi Joel.