Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26.5.2022 15:13
Sigríður nýr forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins Sigríður Gunnarsdóttir mun taka við sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins þann 1. október næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Laufeyju Tryggvadóttur. 26.5.2022 12:25
Stöðug skjálftavirkni á Reykjanesskaga Skjálftavirkni hefur verið stöðug á Reykjanesskaga seinustu daga en um 200 skjálftar hafa mælst frá því á miðnætti. 26.5.2022 11:14
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26.5.2022 09:39
Ellefu nýburar fórust í eldsvoða Ellefu nýfædd börn létu lífið í eldsvoða á spítala í senegölsku borginni Tivaouane í nótt. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru. 26.5.2022 08:59
Lögreglan skutlaði manni í strætó sem gekk síðan í skrokk á bílstjóranum Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum. 26.5.2022 08:11
Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26.5.2022 07:47
Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 26.5.2022 07:16
Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð. 22.5.2022 23:07
Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. 22.5.2022 22:21