Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en stuttu seinna var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli hjá Smáralind. Þjófnaðurinn sést í myndavélakerfi verslunarmiðstöðvarinnar.
Í Breiðholti var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í bílskúr klukkan tæplega fjögur í nótt. Tilkynnandi sagðist sjá par vera að bera muni úr bílskúrnum og var fólkið enn á staðnum þegar lögregla mætti. Þau voru vistuð í fangageymslu lögreglu.