Allt að tíu sinnum meiri kostnaður en gert var ráð fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 12:08 Kostnaður við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar reyndist margfalt hærri en gert var ráð fyrir. Vísir/Egill Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á framkvæmda- og rekstrarkostnaði Landeyjahafnar. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar reyndist vera mikið hærri en gert var ráð fyrir. Stofnkostnaður við gerð Landeyjahafnar var um það bil á áætlun, um þrír milljarðir króna, þegar hún var opnuð í júlí árið 2010. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kom þó snemma í ljós að dýpkunarframkvæmdir þyrftu að vera mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Áætlað var að kostnaður við dýpkun hafnarinnar yrði um 60 milljónir króna á ári en á tímabilinu 2011-2020 reyndist kostnaðurinn vera um 227-625 milljónir króna á ári. Samanlagt kostaði viðhaldið á þessum tíu árum um 3,7 milljarði króna. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það að kostnaður við viðhaldsdýpkun hafi verið færður sem fjárfestingakostnaður en ekki rekstrarkostnaður. Nauðsynlegt að ráðast í úttekt Samkvæmt skýrslunni er það nauðsynlegt að ráðast í heildstæða úttekt á Landeyjahöfn svo hægt se að skera úr því hvað raunverulegar endurbætur kosti og hvort fýsilegt sé að grípa til aðgerða sem bæta nýtingu hafnarinnar í stað þess að kosta miklu til viðhaldsdýpkunar á ári hverju. Ríkisendurskoðun telur að Vegagerðin hefði þurft að ígrunda betur kaup á botndælubúnaði fyrir höfnina en í ljós kom að afköst búnaðarins myndu ekki réttlæta kostnað við uppsetningu og því var hætt við verkið eftir að búnaðurinn var keyptur. Landeyjahöfn Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Stofnkostnaður við gerð Landeyjahafnar var um það bil á áætlun, um þrír milljarðir króna, þegar hún var opnuð í júlí árið 2010. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kom þó snemma í ljós að dýpkunarframkvæmdir þyrftu að vera mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Áætlað var að kostnaður við dýpkun hafnarinnar yrði um 60 milljónir króna á ári en á tímabilinu 2011-2020 reyndist kostnaðurinn vera um 227-625 milljónir króna á ári. Samanlagt kostaði viðhaldið á þessum tíu árum um 3,7 milljarði króna. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það að kostnaður við viðhaldsdýpkun hafi verið færður sem fjárfestingakostnaður en ekki rekstrarkostnaður. Nauðsynlegt að ráðast í úttekt Samkvæmt skýrslunni er það nauðsynlegt að ráðast í heildstæða úttekt á Landeyjahöfn svo hægt se að skera úr því hvað raunverulegar endurbætur kosti og hvort fýsilegt sé að grípa til aðgerða sem bæta nýtingu hafnarinnar í stað þess að kosta miklu til viðhaldsdýpkunar á ári hverju. Ríkisendurskoðun telur að Vegagerðin hefði þurft að ígrunda betur kaup á botndælubúnaði fyrir höfnina en í ljós kom að afköst búnaðarins myndu ekki réttlæta kostnað við uppsetningu og því var hætt við verkið eftir að búnaðurinn var keyptur.
Landeyjahöfn Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira