Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Efling búin að greiða skattinn

Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins.

Leita að sjósunds­manni við Akra­nes

Björgunarsveitir leita nú að sjósundsmanni úti fyrir Langasandi við Akranes. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á flugi á svæðinu og aðstoðar við leitina.

Fundu líkams­leifar og flug­vél í Ölpunum

Á miðvikudaginn gengu tveir fjallagarpar fram á flugvél í Alpafjöllunum í Sviss sem hafði hrapað í fjallinu fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Við hlið vélarinnar voru líkamsleifar manns.

Hval­fjarðar­göngunum lokað vegna bilaðs bíls

Lokað var fyrir umferð beggja megin við Hvalfjarðargöngin fyrr í kvöld. Er göngin voru opnuð á ný var um tíma var einungis hægt að keyra í átt að Akranesi en nú er einnig búið að opna fyrir umferð til Reykjavíkur.

Enginn Tvíhöfði í haust

Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna.

Elmar til Ísafold Capital Partners

Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Hold­gervingur eitraðrar karl­mennsku slær í gegn á TikTok

Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi.

Sjá meira