Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29.8.2022 18:54
Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29.8.2022 17:42
Starfsmaður dýragarðs í Svíþjóð lést eftir árás dýrs Starfsmaður dýragarðsins í Öland í Svíþjóð lést í dag við störf sín. Garðinum var lokað í kjölfarið en ekki er búið að greina frá því hvaða dýr maðurinn var að sjá um þegar atvikið átti sér stað. 28.8.2022 23:45
Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. 28.8.2022 23:01
„Frumbygginn í holunni“ er látinn Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi. 28.8.2022 22:24
Hundrað metra háhýsi felld og þúsundir fylgdust með Gríðarlegur viðbúnaður var í úthverfi Nýju-Delí á Indlandi í dag þegar tvö háhýsi voru sprengd í loft upp. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að blokkirnar skyldu jafnaðar við jörðu þar sem þær uppfylltu ekki byggingareglugerðir. 28.8.2022 21:48
Fyrrverandi konditor Hvíta hússins er látinn Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni. 28.8.2022 21:05
Meintur ísbjörn reyndist vera selur Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur. 28.8.2022 20:14
Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. 28.8.2022 19:58
Jón Kalman og Sigríður Hagalín orðin hjón Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir gengu í það heilaga í gær. Þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu í Iðnó í gærkvöldi. 28.8.2022 19:08