Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 14:26 Liz Truss (t.v.) og næstum því nafna hennar, Liz Trussel. Tolga Akmen/Twitter Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna. Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna.
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54