Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rigning, slydda og gular viðvaranir

Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag.

Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia

George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu.

Aukning í fæðingar­þung­lyndi feðra

Ljósmóðir sem sér um mæðravernd segist hafa orðið vör við aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hægt er að skima alla foreldra, ekki bara mæður.

Tvær líkamsárásir í nótt

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

Robbie Coltrane er látinn

Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri.

Hvala­skoðunar­skúr sem hefur ekkert með hvala­skoðun að gera

Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. 

Máttu nota upp­finningu ný­sköpunar­stjóra

Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum.

Sjá meira