Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. nóvember 2022 14:15 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Vísir Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, ræddi við fréttastofu að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar voru gestir. Hann segir niðurstöður sölumeðferðarinnar hafi í heild sinni verið hagfelldar. Fyrr í dag skilaði Bankasýslan 46 blaðsíðum af athugasemdum við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Jón Gunnar segist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum vegna athugasemda í skýrslunni sem Ríkisendurskoðun skilaði í byrjun vikunnar. „Við höfum gert athugasemdir og höfum orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum að margar af þessum athugasemdum hafa ekki birst í skýrslu ríkisendurskoðenda. Meðal annars, sem er athyglisvert, að það er nánast engin umfjöllun um meginniðurstöðu sölunnar um að hún hafi verið fjárhagslega hagkvæm,“ segir Jón Gunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Gunnar í heild sinni. Klippa: Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Hann segir að ekki hafi verið hægt að selja hlutina í bankanum á hærra verði en 117 krónum þar sem það þurfti að gæta þess að verð á eftirmarkaði myndi ekki hrynja. Umsjónaraðilar útboðsins lögðu til leiðbeinandi lokaverð og ef að horfið hefði verið frá því hefði orðspor íslenska ríkisins sem söluaðila beðið hnekki að sögn Jóns Gunnars. „Það eru ákveðnar væntingar um lokaverð sem gefur út að það verði sama og svipað og leiðbeinandi lokaverð. Málið er það að þú mátt ekki líta framhjá því að það voru meðmæli okkar ráðgjafa að koma út með leiðbeinandi lokaverð og selja á 117. Þeir hefðu mögulega sagt sig frá útboðinu,“ segir Jón Gunnar. Hann vill meina að ef þeir höfðu sagt sig frá útboðinu hefði útboðið hrunið og ekki orðið af því. Ef einhverra hluta vegna hefði orðið af því þá hefði verð Íslandsbanka hrunið á eftirmarkaði og verð á öðrum íslenskum hlutabréfum lækkað. Er einhver ótti við söluráðgjafana sem veldur því að þið þorið ekki að hafa verðið hærra? Að söluráðgjafarnir hafi stjórnað því? „Nei, þetta eru umsjónaraðilarnir. Þetta er yfirfarið af okkar sjálfstæða fjármálaráðgjafa. Með tilliti til allra þessara heildarhagsmuna, þá getum við ekki litið framhjá því,“ segir Jón Gunnar. Aðspurður hvað hafi þá farið úrskeiðis við söluna segir Jón Gunnar að fjárhagslega niðurstaðan hafi verið mjög góð. Þegar litið er á ferlið í heild sinni geti hann ekki sagt að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Er þá skýrsla Ríkisendurskoðunar vitleysa frá upphafi til enda? „Við höfum gengist við því að við hefðum getað kynnt útboðið betur til almennings, að öðru leiti vísa ég til athugasemda sem birtar hafa verið á heimasíðu okkar.“ Er þá ríkisendurskoðandi að misskilja þessar upplýsingar og allt ferlið frá upphafi til enda þegar hann gerir þessa miklu athugasemdir við framkvæmdirnar? „Eins og ég segi ef það er sú ályktun...“ Þú ert í rauninni að segja það, þú segir að þið hafið ekki gert nein mistök við framkvæmdina. „Ef þú lítur á heildarniðurstöðu útboðsins get ég ekki séð það að við höfum gert einhver mistök. Útboðið stækkar, við seljum á hærra verði, meira magn. Þetta er eitthvað farsælasta útboð Íslandssögunnar,“ segir Jón Gunnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að einungis þrír starfsmenn eru hjá Bankasýslunni og að mikið traust hafi verið lagt á utanaðkomandi ráðgjafa. Jón Gunnar segist hafna því alfarið að starfsmenn Bankasýslunnar hafi þurft meiri þekkingu og fleiri starfsmenn til að fara í útboðið. „Ef einhver talar um fáliðun og vanþekkingu þá er það hjá Ríkisendurskoðanda en ekki Bankasýslunni. Það tekur þá sjö mánuði til að gera þessa úttekt á framkvæmd sölu sem tók okkur 36 klukkustundir frá því að markaðsþreyfingar hófust þar til tilboðsbók lá endanlega fyrir,“ segir Jón Gunnar. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, ræddi við fréttastofu að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar voru gestir. Hann segir niðurstöður sölumeðferðarinnar hafi í heild sinni verið hagfelldar. Fyrr í dag skilaði Bankasýslan 46 blaðsíðum af athugasemdum við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Jón Gunnar segist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum vegna athugasemda í skýrslunni sem Ríkisendurskoðun skilaði í byrjun vikunnar. „Við höfum gert athugasemdir og höfum orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum að margar af þessum athugasemdum hafa ekki birst í skýrslu ríkisendurskoðenda. Meðal annars, sem er athyglisvert, að það er nánast engin umfjöllun um meginniðurstöðu sölunnar um að hún hafi verið fjárhagslega hagkvæm,“ segir Jón Gunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Gunnar í heild sinni. Klippa: Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Hann segir að ekki hafi verið hægt að selja hlutina í bankanum á hærra verði en 117 krónum þar sem það þurfti að gæta þess að verð á eftirmarkaði myndi ekki hrynja. Umsjónaraðilar útboðsins lögðu til leiðbeinandi lokaverð og ef að horfið hefði verið frá því hefði orðspor íslenska ríkisins sem söluaðila beðið hnekki að sögn Jóns Gunnars. „Það eru ákveðnar væntingar um lokaverð sem gefur út að það verði sama og svipað og leiðbeinandi lokaverð. Málið er það að þú mátt ekki líta framhjá því að það voru meðmæli okkar ráðgjafa að koma út með leiðbeinandi lokaverð og selja á 117. Þeir hefðu mögulega sagt sig frá útboðinu,“ segir Jón Gunnar. Hann vill meina að ef þeir höfðu sagt sig frá útboðinu hefði útboðið hrunið og ekki orðið af því. Ef einhverra hluta vegna hefði orðið af því þá hefði verð Íslandsbanka hrunið á eftirmarkaði og verð á öðrum íslenskum hlutabréfum lækkað. Er einhver ótti við söluráðgjafana sem veldur því að þið þorið ekki að hafa verðið hærra? Að söluráðgjafarnir hafi stjórnað því? „Nei, þetta eru umsjónaraðilarnir. Þetta er yfirfarið af okkar sjálfstæða fjármálaráðgjafa. Með tilliti til allra þessara heildarhagsmuna, þá getum við ekki litið framhjá því,“ segir Jón Gunnar. Aðspurður hvað hafi þá farið úrskeiðis við söluna segir Jón Gunnar að fjárhagslega niðurstaðan hafi verið mjög góð. Þegar litið er á ferlið í heild sinni geti hann ekki sagt að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Er þá skýrsla Ríkisendurskoðunar vitleysa frá upphafi til enda? „Við höfum gengist við því að við hefðum getað kynnt útboðið betur til almennings, að öðru leiti vísa ég til athugasemda sem birtar hafa verið á heimasíðu okkar.“ Er þá ríkisendurskoðandi að misskilja þessar upplýsingar og allt ferlið frá upphafi til enda þegar hann gerir þessa miklu athugasemdir við framkvæmdirnar? „Eins og ég segi ef það er sú ályktun...“ Þú ert í rauninni að segja það, þú segir að þið hafið ekki gert nein mistök við framkvæmdina. „Ef þú lítur á heildarniðurstöðu útboðsins get ég ekki séð það að við höfum gert einhver mistök. Útboðið stækkar, við seljum á hærra verði, meira magn. Þetta er eitthvað farsælasta útboð Íslandssögunnar,“ segir Jón Gunnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að einungis þrír starfsmenn eru hjá Bankasýslunni og að mikið traust hafi verið lagt á utanaðkomandi ráðgjafa. Jón Gunnar segist hafna því alfarið að starfsmenn Bankasýslunnar hafi þurft meiri þekkingu og fleiri starfsmenn til að fara í útboðið. „Ef einhver talar um fáliðun og vanþekkingu þá er það hjá Ríkisendurskoðanda en ekki Bankasýslunni. Það tekur þá sjö mánuði til að gera þessa úttekt á framkvæmd sölu sem tók okkur 36 klukkustundir frá því að markaðsþreyfingar hófust þar til tilboðsbók lá endanlega fyrir,“ segir Jón Gunnar.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00
Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09