„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5.10.2018 16:20
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3.10.2018 20:00
Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3.10.2018 11:53
Tókst að redda flugferð heim "Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife. 2.10.2018 16:59
Hvatti sig upphátt áfram á erfiðum köflum í Góbí-eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Hún kom í mark um sex leitið í gærdag að okkar tíma en þá var klukkan um tvö að nóttu í eyðimörkinni. Hlaupið er eitt það erfiðasta í heimi en að þessu sinni taka um 60 manns þátt, 53 karlar og sjö konur. 2.10.2018 15:54
Moppuhaus með þráhyggju Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. 2.10.2018 13:23
Biðlistar eftir biðlistum Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. 25.9.2018 16:40
Þyrluflug og bílaumferð á Stórhöfða geta spillt mengunarrannsóknum Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. 25.9.2018 13:47
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24.9.2018 19:53
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24.9.2018 19:30