Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18.4.2020 13:02
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5.4.2020 23:55
Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5.4.2020 18:29
Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru 3 veikir af Covid -19 og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun. Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum sjúkdómsins. 5.4.2020 11:47
„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“ Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. 4.4.2020 18:45
Náði sér af Covid-19 og vill stofna bakvarðasveit Milli 60-70 manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna sín og það hafi valdið samviskubiti og ótta um að fólkið veiktist 4.4.2020 18:39
Afgreiðslumaður segist stundum vera stressaður vegna faraldursins Þrátt fyrir að framlínufólk Krónunnar afgreiði fjölda fólks á degi hverjum hefur aðeins einn starfsmaður veikst af Covid-19 að sögn stjórnanda. Engin hafi þurft að fara í sóttkví. 3.4.2020 13:17
Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun Einn vistmaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19 og tveir eru í einangrun. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Viðkomandi smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. 3.4.2020 11:52
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2.4.2020 19:00
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1.4.2020 19:00