Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 21:00 Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Getty Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“ Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“
Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00
Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00