Glaður að sjá Gylfa á nýjan leik: „Gott að sjá hann brosa“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir liðið vilja svara fyrir „stórslysið“, sem átti sér stað í fyrri leik liðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM, í komandi leik liðanna. Þá segir hann það gefa liðinu mikið að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur aftur í landsliðið. 11.10.2023 07:58
Yfir hálfrar aldar vinna feðganna af Skaganum er komin í loftið Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa undanfarna áratugi staðið í ströngu við að safna saman og gera skil merkum heimildum um sögu fótboltans á Akranesi. Útkoman þeirrar vinnu er einkar glæsileg vefsíða, Á sigurslóð, sem nú er komin í loftið. 9.10.2023 09:01
Svekktur með að vera ekki valinn í landsliðið: „Verð alltaf klár þegar kallið kemur“ Íslenski atvinnumaðurinn í fótbolta, Stefán Teitur Þórðarson , segir það auðvitað svekkjandi að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024. Hann geti lítið annað gert í þessari stöðu en að halda áfram að standa sig og vona að kallið komi síðar. 9.10.2023 08:01
Stefán stal réttilega öllum fyrirsögnum í Danaveldi: „Ég er mættur aftur“ Íslenski atvinnumaðurinn í fótbolta, Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarsson, stal fyrirsögnunum á öllum helstu íþróttavefmiðlum Danmerkur með magnaðri þrennu sinni í 5-0 sigri Silkeborg gegn Íslendingaliði Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni á dögunum. Um var að ræða eitthundraðasta leik Stefáns Teits fyrir lið Silkeborgar og hann kórónaði hann með þrennu á aðeins 8 mínútum og 22 sekúndum. 8.10.2023 09:31
Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. 7.10.2023 12:30
Saka í enska landsliðinu þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli á dögunum Bukayo Saka, stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, hefur verið valinn í enska landsliðið í fótbolta þrátt fyrir að hafa á þriðjudaginn þurft að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik gegn Lens í Meistaradeild Evrópu. 5.10.2023 15:00
Fær fangelsisdóm fyrir ansi taktlaust grín á flugvellinum í Kaupmannahöfn Þjálfari sænska undir átján ára landsliðs Svíþjóðar í handbolta hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa grínast með að hann hefði í fórum sínum sprengju er hann fór um flugvöllinn í Kaupmannahöfn. 5.10.2023 13:01
Fá slæma útreið heima fyrir eftir niðurlægingu gærkvöldsins Leikmenn Frakklandsmeistara PSG fá slæma útreið í franska stórblaðinu L'Equipe í dag eftir afhroð liðsins gegn Newcastle United í 2.umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjörnuleikmaður liðsins, Kylian Mbappé er einn þeirra sem fær falleinkunn frá blaðinu. 5.10.2023 12:30
Pedersen framlengir samning sinn við Val Knattspyrnufélagið Valur og danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen hafa framlengt samninginn sín á milli um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals. 5.10.2023 11:47
Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. 5.10.2023 11:30