Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2024 10:01 Borche Ilievski er mættur aftur í Breiðholtið og ÍR blómstrar undir hans stjórn Vísir/Anton Brink Í tilraun sinni til að hleypa fersku lífi í karlalið ÍR í körfubolta ákváðu forráðamenn félagsins að ráðast í þjálfarabreytingar og ráða inn gamlan vin, Borche Ilievski. Hann hefur aðeins eitt markmið í huga. Að koma ÍR aftur í úrslitaeinvígi efstu deildar. ÍR hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Bónus deildinni gegn Njarðvík, Val, KR og nú síðast Hött. Með því hefur liðið lyft sér upp úr fallsæti og nær sæti í úrslitakeppni. Endurkoma Borche, sem stýrði ÍR við góðan orðstír yfir sjö ára tímabil sem stóð til ársins 2021 virðist hafa kveikt neista í Breiðholtinu. Liðið er að sækja úrslit og það á undan áætlun. „Tilfinningin sem fylgir því að koma aftur til ÍR, sem ég segi að sé mitt lið, er frábær,“ segir Borche í viðtali sem var tekið við hann á miðvikudaginn síðastliðinn og sýnt í Sportpakkanum í gær fyrir leik ÍR gegn Hetti á Egilsstöðum sem endaði með sigri ÍR. „Ég trúi því að við getum náð í góð úrslit. En ég bjóst ekki við því að þau myndu skila sér strax í upphafi okkar vegferðar saman. Núna tel ég okkur á réttri leið. Vonandi getum við haldið áfram á þeirri leið.“ „Auðvitað á þessi sjokkmeðferð sinn þátt í þessu. Þegar skipt er um þjálfara vakna leikmenn og stíga upp. Þeir hafa sýnt það. Við þurfum bara að halda áfram með sama orkustig. Við höfum bætt við nýjum leikmönnum á borð við Björgvin Hafþór og Dani og það er klárlega jákvæð orka í kringum liðið þessa stundina. Við þurfum að halda því þannig það sem eftir lifir tímabils.“ „Tel okkur geta valdið usla“ ÍR komst alla leið í oddaleik úrslitaeinvígis efstu deildar undir stjórn Borche árið 2019 og hann er ekki að snúa aftur í Breiðholtið eingöngu til að forða liðinu frá falli. „Ég hef trú á þessu liði. Ég kem aftur til ÍR með aðeins eitt markmið í huga. Að eiga tækifæri á því að fara með liðið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar. Það er mitt markmið. Sem þjálfari mun ég þrýsta á lið mitt að taka framfaraskref eins og ég get. Það er gott jafnvægi í hópnum þessa stundina. Ég tel okkur geta valdið usla það sem eftir lifir tímabils. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Borche segir stuðningsmenn ÍR þá bestu. Eitt er víst. Þeir mæta með fjörið á leiki og hafa hátt.Vísir/Daníel Þór „Stuðningsmenn ÍR þeir bestu“ Það er rómantík fólgin í því fyrir bæði Borche og ÍR að endurnýja kynnin. Byrjunin frábær. „Ég man klárlega eftir þessum góðu stundum sem ég átti hjá félaginu yfir þessi sjö ár sem ég átti með félaginu á sínum tíma, sér í lagi man maður eftir úrslitaeinvíginu gegn KR. Það er mín tilfinning að stuðningsmenn liðsins séu að styðja fastar við bakið á okkur eftir því sem líður á. Þeir finna orkuna í kringum liðið. Lið sem ætlar sér að ná árangri verður að eiga að góða stuðningsmenn og ég tel stuðningsmenn ÍR þá bestu. Þeir ýta við okkur með sinni orku, leikmennirnir finna fyrir því og á sama tíma verða stuðningsmennirnir varir við það sem leikmennirnir eru að leggja að mörkum inn á vellinum.“ Úrslitaeinvígi ÍR og KR árið 2019 fór alla leið í oddaleik þar sem að KR stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari.Vísir/Vilhelm „Mun reyna allt mitt“ Hann segir efstu deild ekki hafa breyst það mikið síðan að hann stýrði liði þar síðast. „Sum lið eru að leggja meira í þetta, stundum of mikið. Ég tel deildina ekki hafa breyst of mikið frá því að ég var hér síðast. Valur hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár. Keflavík hefur verið að koma til baka með fjárfestingu og teflir alltaf fram sterku liði líkt og Tindastóll. Svo ertu með lið eins og Þór Þorlákshöfn sem að sýnir alltaf metnað til að gera vel og sækja að toppnum. Bara eins og öll önnur lið. Það eru allir að reyna ná sem lengst, allir sem hafa það markmið að ná í úrslitakeppnina og sækja að titlinum. ÍR er klárlega eitt þeirra liða. Ég mun reyna allt mitt, sem þjálfari að hvetja minn hóp til að standa saman og berjast. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
ÍR hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Bónus deildinni gegn Njarðvík, Val, KR og nú síðast Hött. Með því hefur liðið lyft sér upp úr fallsæti og nær sæti í úrslitakeppni. Endurkoma Borche, sem stýrði ÍR við góðan orðstír yfir sjö ára tímabil sem stóð til ársins 2021 virðist hafa kveikt neista í Breiðholtinu. Liðið er að sækja úrslit og það á undan áætlun. „Tilfinningin sem fylgir því að koma aftur til ÍR, sem ég segi að sé mitt lið, er frábær,“ segir Borche í viðtali sem var tekið við hann á miðvikudaginn síðastliðinn og sýnt í Sportpakkanum í gær fyrir leik ÍR gegn Hetti á Egilsstöðum sem endaði með sigri ÍR. „Ég trúi því að við getum náð í góð úrslit. En ég bjóst ekki við því að þau myndu skila sér strax í upphafi okkar vegferðar saman. Núna tel ég okkur á réttri leið. Vonandi getum við haldið áfram á þeirri leið.“ „Auðvitað á þessi sjokkmeðferð sinn þátt í þessu. Þegar skipt er um þjálfara vakna leikmenn og stíga upp. Þeir hafa sýnt það. Við þurfum bara að halda áfram með sama orkustig. Við höfum bætt við nýjum leikmönnum á borð við Björgvin Hafþór og Dani og það er klárlega jákvæð orka í kringum liðið þessa stundina. Við þurfum að halda því þannig það sem eftir lifir tímabils.“ „Tel okkur geta valdið usla“ ÍR komst alla leið í oddaleik úrslitaeinvígis efstu deildar undir stjórn Borche árið 2019 og hann er ekki að snúa aftur í Breiðholtið eingöngu til að forða liðinu frá falli. „Ég hef trú á þessu liði. Ég kem aftur til ÍR með aðeins eitt markmið í huga. Að eiga tækifæri á því að fara með liðið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar. Það er mitt markmið. Sem þjálfari mun ég þrýsta á lið mitt að taka framfaraskref eins og ég get. Það er gott jafnvægi í hópnum þessa stundina. Ég tel okkur geta valdið usla það sem eftir lifir tímabils. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Borche segir stuðningsmenn ÍR þá bestu. Eitt er víst. Þeir mæta með fjörið á leiki og hafa hátt.Vísir/Daníel Þór „Stuðningsmenn ÍR þeir bestu“ Það er rómantík fólgin í því fyrir bæði Borche og ÍR að endurnýja kynnin. Byrjunin frábær. „Ég man klárlega eftir þessum góðu stundum sem ég átti hjá félaginu yfir þessi sjö ár sem ég átti með félaginu á sínum tíma, sér í lagi man maður eftir úrslitaeinvíginu gegn KR. Það er mín tilfinning að stuðningsmenn liðsins séu að styðja fastar við bakið á okkur eftir því sem líður á. Þeir finna orkuna í kringum liðið. Lið sem ætlar sér að ná árangri verður að eiga að góða stuðningsmenn og ég tel stuðningsmenn ÍR þá bestu. Þeir ýta við okkur með sinni orku, leikmennirnir finna fyrir því og á sama tíma verða stuðningsmennirnir varir við það sem leikmennirnir eru að leggja að mörkum inn á vellinum.“ Úrslitaeinvígi ÍR og KR árið 2019 fór alla leið í oddaleik þar sem að KR stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari.Vísir/Vilhelm „Mun reyna allt mitt“ Hann segir efstu deild ekki hafa breyst það mikið síðan að hann stýrði liði þar síðast. „Sum lið eru að leggja meira í þetta, stundum of mikið. Ég tel deildina ekki hafa breyst of mikið frá því að ég var hér síðast. Valur hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár. Keflavík hefur verið að koma til baka með fjárfestingu og teflir alltaf fram sterku liði líkt og Tindastóll. Svo ertu með lið eins og Þór Þorlákshöfn sem að sýnir alltaf metnað til að gera vel og sækja að toppnum. Bara eins og öll önnur lið. Það eru allir að reyna ná sem lengst, allir sem hafa það markmið að ná í úrslitakeppnina og sækja að titlinum. ÍR er klárlega eitt þeirra liða. Ég mun reyna allt mitt, sem þjálfari að hvetja minn hóp til að standa saman og berjast. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira