Bollaleggingar í Bratislava: „Hef eyðilagt öðruvísi partý“ Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan sjö. 16.11.2023 16:20
„Þessu er ekki lokið“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. 16.11.2023 13:01
„Vonandi getum við skemmt partýið“ Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri. 16.11.2023 10:00
Hákon Arnar ekki með gegn Slóvökum á morgun Hákon Arnar Haraldsson mun ekki verða til taks fyrir íslenska landsliðið í leik liðsins gegn Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta á morgun. 15.11.2023 16:32
Hákon Arnar ekki með á æfingu degi fyrir leik Mikil óvissa er uppi með þátttöku miðjumannsins öfluga, Hákons Arnars Haraldssonar, í leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM í fótbolta annað kvöld hér í Bratislava. 15.11.2023 15:18
Uppselt á leik Slóvakíu og Íslands Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 15.11.2023 14:21
Tilfinningarnar lagðar til hliðar er hann upplifði drauminn Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar. 15.11.2023 13:00
Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“ Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. 15.11.2023 10:30
Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. 15.11.2023 08:31
Hrósa happi yfir áhugaleysi Íslendinga Búast má við því að uppselt verði á leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM á Tehelno polí leikvanginum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Jafntefli nægir heimamönnum, sem verða studdir áfram af um tuttugu þúsund stuðningsmönnum, til að tryggja EM sætið. 15.11.2023 07:31