Ræddi við Arnór en ekki um peninga Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 10:30 Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er að leita sér að nýju liði. Hann hefur rætt við IFK Norrköping en þar er Íslendingurinn Magni Fannberg yfirmaður knattspyrnumála. Vísir/Samsett mynd Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið. Mikill áhugi er á íslenska landsliðsmanninnum Arnóri Sigurðssyni hjá félögum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aftonbladet gengur meðal annars svo langt að segja að Arnór hafi samþykkt samningstilboð frá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Arnór fékk samningi sínum hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers rift eftir að hann var ekki skráður í keppnishóp liðsins í B-deildinni eftir nýafstaðinn félagsskiptaglugga. Í samtali við Vísi sagði Arnór félagið hafa sett sig í „skítastöðu.“ Norrköping er félag sem Arnór þekkir vel til hjá eftir að hafa spilað undir merkjum félagsins. Fyrst frá árunum 2017-2018 og svo frá 2022-23. Félagið er eitt þeirra sem vill fá Arnór til liðs við sig. Magni segist hafa rætt við Arnór og segir ekkert gefið í svona málum. „Samningaviðræður eru samningaviðræður og það getur margt gerst frá því á þú sýnir áhuga og átt í samræðum við leikmann, þar til skrifað er undir samning,“ segir Magni í samtali við Fotbollskanalen. „Ég hef lært að ekkert er klárt fyrr en það er klárt. Þangað til getur allt breyst.“ Magni segist skilja það út frá samtölum sínum við Arnór að peningar skipti Skagamanninn ekki mestu máli. „Ekkert af því sem við töluðum um hefur með peninga að gera. Það eru aðrir hlutir sem við höfum rætt sem eru mikilvægari fyrir hann og einnig mikilvægari fyrir Norrköping.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Mikill áhugi er á íslenska landsliðsmanninnum Arnóri Sigurðssyni hjá félögum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aftonbladet gengur meðal annars svo langt að segja að Arnór hafi samþykkt samningstilboð frá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Arnór fékk samningi sínum hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers rift eftir að hann var ekki skráður í keppnishóp liðsins í B-deildinni eftir nýafstaðinn félagsskiptaglugga. Í samtali við Vísi sagði Arnór félagið hafa sett sig í „skítastöðu.“ Norrköping er félag sem Arnór þekkir vel til hjá eftir að hafa spilað undir merkjum félagsins. Fyrst frá árunum 2017-2018 og svo frá 2022-23. Félagið er eitt þeirra sem vill fá Arnór til liðs við sig. Magni segist hafa rætt við Arnór og segir ekkert gefið í svona málum. „Samningaviðræður eru samningaviðræður og það getur margt gerst frá því á þú sýnir áhuga og átt í samræðum við leikmann, þar til skrifað er undir samning,“ segir Magni í samtali við Fotbollskanalen. „Ég hef lært að ekkert er klárt fyrr en það er klárt. Þangað til getur allt breyst.“ Magni segist skilja það út frá samtölum sínum við Arnór að peningar skipti Skagamanninn ekki mestu máli. „Ekkert af því sem við töluðum um hefur með peninga að gera. Það eru aðrir hlutir sem við höfum rætt sem eru mikilvægari fyrir hann og einnig mikilvægari fyrir Norrköping.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira