Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Semja við Belling­ham For­múlu 1 heimsins

Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. 

Verður á­fram hjá Manchester United

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu.

„Miklar til­­finninga­­sveiflur sem tóku við“

Elín Klara Þor­kels­dóttir var valin í úr­vals­lið HM í hand­bolta fyrst ís­lenskra kvenna á dögunum eftir frá­bæra frammi­stöðu með undir tuttugu ára lands­liði Ís­lands sem náði besta árangri ís­lensks kvenna­lands­liðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Ís­lands á mótinu ein­stakan. Per­sónu­leg frammi­staða Elínar, sem er leik­maður Hauka, á HM mun án efa varpa kast­ljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í at­vinnu­mennsku alveg strax.

Ís­­lendingar mættu stundum hugsa sinn gang

Enn þann dag í dag er Guð­mundi Guð­munds­syni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska lands­liðinu í hand­bolta árið 2016. Hann segir Ís­lendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma.

Heldur starfi sínu þrátt fyrir von­brigði á EM

Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. 

Gylfi Þór snið­genginn

Á vef í­þrótta­miðilsins Give Me Sport á dögunum birtist at­hyglis­verður listi yfir tíu bestu fót­bolta­menn Ís­lands frá upp­hafi. En fjar­vera eins leik­manns á listanum vekur þó mikla at­hygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er hvergi að finna á umræddum lista.

Frá­bær og sögu­leg byrjun Ís­lands á HM í pílu­kasti

Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM.

Segir gagn­rýni á enska lands­liðið langt yfir vel­sæmis­mörkum

Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 

Sjá meira