Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 19:11 Halli Egils og Pétur Rúðrik, reynsluboltar í pílukastinu hér heima. Vísir Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira