Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 19:11 Halli Egils og Pétur Rúðrik, reynsluboltar í pílukastinu hér heima. Vísir Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira