Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28.6.2024 11:01
Real Madrid kaupir leikmann en lætur hann fara um leið Real Madrid hefur virkjað ákvæði í lánssamningi sínum við Espanyol varðandi spænska leikmanninn Joselu og keypt hann á eina og hálfa milljón evra. Joselu verður þó ekki lengi leikmaður Real Madrid að fullu, hann verður um leið seldur fyrir sömu upphæð til liðs í Katar. 28.6.2024 07:01
Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. 27.6.2024 23:15
James feðgarnir sameinast í liði Los Angeles Lakers Feðgarnir LeBron James og Bronny James eru sameinaðir hjá NBA liðinu Los Angeles Lakers eftir að sá síðarnefndi var valinn af Lakers í annarri umferð nýliðavals NBA deildarinnar í kvöld. 27.6.2024 22:36
Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. 27.6.2024 22:30
Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. 27.6.2024 21:46
„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. 27.6.2024 21:37
Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. 27.6.2024 20:31
Nistelrooy snýr aftur til Manchester United Ruud van Nistelrooy hefur þegið boð um að verða aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 27.6.2024 19:15
Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni. 27.6.2024 17:25