„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. 27.6.2024 21:37
Kæra fólskulegt brot í Kaplakrika: „Einbeittur brotavilji“ Fólskulegt brot sem átti sér stað í leik FH og Tindastóls, en fór fram hjá dómarateyminu, í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi hefur verið kært til Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í samtali við Vísi. 27.6.2024 20:31
Nistelrooy snýr aftur til Manchester United Ruud van Nistelrooy hefur þegið boð um að verða aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 27.6.2024 19:15
Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni. 27.6.2024 17:25
Dælir peningum í landsliðsmenn eftir sigurinn sögulega Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær. 27.6.2024 16:46
Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. 27.6.2024 07:57
Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. 26.6.2024 14:46
Landsliðsþjálfari Íslands lét gamminn geisa í norska sjónvarpinu Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi öryggisgæsluna í kringum leiki á EM í fótbolta í beinni útsendingu norska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hann óttast um öryggi leikmanna og dómara. 26.6.2024 09:27
Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið hástöfum Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 25.6.2024 14:26
Biðlar til „klikkaðra samsæriskenningasmiða“ að leita til sálfræðings Lögreglan í Norhamptonshire segir ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í kjölfar nafnlausra tölvupósta og textaskilaboð sem ýjuðu að því að liðsmenn Formúlu 1 liðs Mercedes væru vísvitandi að skemma fyrir ökumanni liðsins og sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið alvarlegum augum þar sem að einn tölvupósturinn, sem kom frá óþekktum aðila, bar nafnið „Mögulegur dauðadómur fyrir Lewis.“ 25.6.2024 14:01