Stjarnan bætir við sig dönskum varnarmanni Bestu deildar lið Stjörnunar hefur gengið fram samningum við danska varnarmanninn Kristian Riss. 14.8.2023 16:00
Þarf í aðgerð og verður lengi frá Tyrone Mings, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, verður lengi frá eftir hafa meiðst á hné í fyrstu umferð deildarinnar í leik Aston Villa gegn Newcastle United. 14.8.2023 11:30
„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. 14.8.2023 11:00
Tilboð Liverpool í Lavia samþykkt Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur náð samkomulagi við Southampton um kaupverð á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Sky Sports greinir frá. 14.8.2023 10:46
PSG samþykkir tilboð Al-Hilal í Neymar: Læknisskoðun í dag Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa samþykkt tilboð frá sádi-arabíska liðinu Al-Hilal í brasilíska sóknarmanninn Neymar. Sky Sports greinir frá og segir leikmanninn gangast undir læknisskoðun í dag. 14.8.2023 10:16
Logi tók ekki bara Íslandsmeistaratitilinn með sér heim Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki í golfi. 14.8.2023 09:30
Ward-Prowse mættur til West Ham West Ham United hefur gengið frá kaupum á enska miðjumanninum James Ward-Prowse frá Southampton. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. 14.8.2023 08:26
„Sestu niður og þegiðu“ Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. 14.8.2023 08:01
Klopp með létt skot á stefnu Chelsea Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool skaut létt á Chelsea á blaðamannafundi eftir jafntefli liðanna í fyrstu umferð deildarinnar í gær og gaf það í skyn að kollegi sinn Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea gæti fengið allt það sem hann vildi á félagsskiptamarkaðnum. 14.8.2023 07:30
Kristján Einar og Guðni hrósuðu sigri í Can-Am Iceland Hill Rally BRP-Ellingsen Can-Am liðið, skipað þeim Kristjáni Einari Kristjánssyni og Guðna Frey Ómarssyni, sigraði Can-Am Iceland Hill Rally þolaksturskepnina sem hófst á föstudaginn og lauk fyrr í dag. 13.8.2023 14:10