Myndskeið úr Hamraborg og maður sem heyrir liti með loftneti Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 18.4.2024 18:21
Enn ekkert að frétta af félagi sem þúsundir Íslendinga eiga kröfu á Seðlabanki Íslands hefur vakið athygli á því að slitastjóri hefur ekki enn verið skipaður yfir slóvakíska vátryggingafélaginu Novis, sem var svipt starfsleyfi fyrir tíu mánuðum. Sex til sjö þúsund Íslendingar hafa keypt tryggingarafurðir Novis og mikil óvissa ríkir um stöðu þeirra. 18.4.2024 18:08
Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18.4.2024 09:31
Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17.4.2024 19:39
Stungumaður þarf að dúsa inni fram að dómi Tvítugur karlmaður þarf að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómsuppsögu í máli hans í Landsrétti. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraði en ákæruvaldið vill þyngri dóm. 17.4.2024 18:37
Sagði upp til að annast einhverfa dóttur, vantraust á þingi og bílastæðagjöld Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé ómanneskjulegt. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.4.2024 18:21
Vantrauststillagan felld Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. 17.4.2024 18:13
„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16.4.2024 23:06
Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. 16.4.2024 22:11
Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Selarsdi (ustekinumab-aekn), líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara. Gert er ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara 16.4.2024 21:31