Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan föstudaginn 11. apríl síðastliðinn, þegar faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hingað til hefur konan mátt dúsa í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.