„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16.4.2024 23:06
Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. 16.4.2024 22:11
Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Selarsdi (ustekinumab-aekn), líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara. Gert er ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara 16.4.2024 21:31
Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu 16.4.2024 20:24
Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. 16.4.2024 18:59
Öskrandi húsaskortur, átök í þinginu og þunglyndi í boltanum Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.4.2024 18:20
Gleymdi pitsu í ofninum og slökkviliðið mætti Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina. 16.4.2024 17:23
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15.4.2024 23:26
Mamman ítrekað læst úti en fær engar skaðabætur Kaupandi gallaðs láss fær lásinn endurgreiddan en engar skaðabætur úr hendi seljanda vegna meints tjóns af því að móðir hans hafi ítrekað læst úti. 15.4.2024 22:29
Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. 15.4.2024 21:12