Leita manns sem fer huldu höfði hér á landi Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze. Talið er að hann fari markvisst huldu höfðu hér á landi. 15.4.2024 20:08
Átján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021. 15.4.2024 18:49
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12.4.2024 16:53
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12.4.2024 16:25
Flúðu dónalegan fararstjóra og fá ekki krónu Par sem krafðist þess að ferðaskrifstofa endurgreiddi því á fjórða hundrað þúsund króna vegna ferðar og skaðabóta vegna útlags kostnaðar fær ekki krónu úr hendi ferðaskrifstofunnar. Parið fór heim úr ferðinni þar sem það gat ekki hugsað sér að rekast á dónalegan fararstjórann. 12.4.2024 15:34
Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. 12.4.2024 13:31
Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum. 11.4.2024 17:05
Ávarpaði þjóðina vegna „breyttrar stöðu“ Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og bílainnflytjandi, birti ávarp á samfélagsmiðlum í kvöld þar sem hann sagði styrjöld hafna milli Íslands og Rússlands. Hann segist hafa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 varað við að slíkt væri yfirvofandi. 10.4.2024 16:47
Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. 10.4.2024 16:16
Fyrrverandi þingmaður ráðinn yfirlæknir Ólafur Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir endurhæfingarhluta öldrunarlækninga á Landspítala frá 1. maí 2024. Hann sat á þingi fyrir Vinstri græn á árunum 2013 og 2017 til 2021. 10.4.2024 15:51