Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 29. apríl 2025 14:40 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira