Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Árni Sæberg skrifar 7. maí 2025 10:10 Róbert Wessmann og hans fólk hjá Alvotech hefur engar áhyggjur af tollastefnu Trumps. Vísir/Vilhelm Alvotech áætlar að mögulegir tollar á innflutning lyfja til Bandaríkjanna hefðu hverfandi áhrif á tekjur félagsins af sölu lyfja á árinu. Í fréttatilkynningu þess efnis frá félaginu segir að vöruinnflutningur frá Íslandi falli undir lægsta toll til Bandaríkjanna, sem er tíu prósent, en lyf beri enn engan toll. Sambærilegur tíu prósenta tollur á lyf myndi aðeins hækka innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna um sem nemur innan við eitt prósent af áætluðum heildartekjum Alvotech af lyfjaútflutningi á árinu. Tollar myndu falla á þá sem selja lyfin Samkvæmt gildandi samningum við samstarfsaðila, sem sjá um sölu á hverju markaðssvæði, beri þeir allan flutningskostnað og kostnað vegna tolla eða annarra innflutningsgjalda sem kunni að leggjast á vöruna. „Þar sem ákveðin óvissa hefur ríkt að undanförnu um áhrif mögulegra tolla í Bandaríkjunum viljum við veita markaðsaðilum skýrari mynd af stöðunni. Eins og kunnugt er, var innflutningur á vörum frá Íslandi feldur undir lægsta stig nýju tollanna í Bandaríkjunum, sem boðaðir voru í byrjun apríl, eða 10%. Þar sem vöruskiptajöfnuður milli landanna er Bandaríkjunum í hag, og hagstæður vöruskiptajöfnuður er höfuðmarkmið tollastefnunnar, teljum við litlar líkur á að hærri tollur verði lagður á innflutning lyfja frá Íslandi en á aðrar vörur. Þá bendir margt til þess að stjórnvöld vestra muni hafa í huga að hliðstæður gegna mikilvægu hlutverki í að auka aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum og að lækka lyfjakostnað,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Til lengri tíma gætu áhrifin numið örfáum prósentum Frekar er haft eftir Róberti að ef settur yrði tíu prósenta tollur á lyf síðar á árinu myndi innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna hækka um minna en 1% af áætluðum heildartekjum Alvotech af sölu lyfja á árinu. „Þessi kostnaður félli einnig ekki á Alvotech. Ef við lítum til lengri tíma, að teknu tilliti til þeirra lyfja sem við hyggjumst setja á markað á næstu árum og aukinnar sölu, myndi áhrif slíkra tolla í Bandaríkjunum enn nema aðeins örfáum prósentum af áætluðum heildartekjum okkar af lyfjasölu.“ Alvotech Bandaríkin Skattar og tollar Lyf Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá félaginu segir að vöruinnflutningur frá Íslandi falli undir lægsta toll til Bandaríkjanna, sem er tíu prósent, en lyf beri enn engan toll. Sambærilegur tíu prósenta tollur á lyf myndi aðeins hækka innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna um sem nemur innan við eitt prósent af áætluðum heildartekjum Alvotech af lyfjaútflutningi á árinu. Tollar myndu falla á þá sem selja lyfin Samkvæmt gildandi samningum við samstarfsaðila, sem sjá um sölu á hverju markaðssvæði, beri þeir allan flutningskostnað og kostnað vegna tolla eða annarra innflutningsgjalda sem kunni að leggjast á vöruna. „Þar sem ákveðin óvissa hefur ríkt að undanförnu um áhrif mögulegra tolla í Bandaríkjunum viljum við veita markaðsaðilum skýrari mynd af stöðunni. Eins og kunnugt er, var innflutningur á vörum frá Íslandi feldur undir lægsta stig nýju tollanna í Bandaríkjunum, sem boðaðir voru í byrjun apríl, eða 10%. Þar sem vöruskiptajöfnuður milli landanna er Bandaríkjunum í hag, og hagstæður vöruskiptajöfnuður er höfuðmarkmið tollastefnunnar, teljum við litlar líkur á að hærri tollur verði lagður á innflutning lyfja frá Íslandi en á aðrar vörur. Þá bendir margt til þess að stjórnvöld vestra muni hafa í huga að hliðstæður gegna mikilvægu hlutverki í að auka aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum og að lækka lyfjakostnað,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Til lengri tíma gætu áhrifin numið örfáum prósentum Frekar er haft eftir Róberti að ef settur yrði tíu prósenta tollur á lyf síðar á árinu myndi innflutningsverð á lyfjum frá Alvotech til Bandaríkjanna hækka um minna en 1% af áætluðum heildartekjum Alvotech af sölu lyfja á árinu. „Þessi kostnaður félli einnig ekki á Alvotech. Ef við lítum til lengri tíma, að teknu tilliti til þeirra lyfja sem við hyggjumst setja á markað á næstu árum og aukinnar sölu, myndi áhrif slíkra tolla í Bandaríkjunum enn nema aðeins örfáum prósentum af áætluðum heildartekjum okkar af lyfjasölu.“
Alvotech Bandaríkin Skattar og tollar Lyf Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira