Kvöldfréttir Stöðvar 2 Smitrakningarteymið sér ekki lengur fram á að geta hringt í alla sem greinast með kórónuveiruna, líkt og gert hefur verið hingað til. Ástæðan er gríðarlegur fjöldi smitaðra, en rúmur fjórðungur þeirra sem fór í sýnatöku í gær reyndist smitaður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27.12.2021 18:11
Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu. 27.12.2021 18:10
Íslandsbanki styttir opnunartíma Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00. 27.12.2021 17:53
Sjö útköll vegna heimilisofbeldis yfir hátíðirnar Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. 27.12.2021 17:32
Skjálfti að stærð 3,5: Skjálftahrinan heldur áfram Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5. 26.12.2021 23:38
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. 26.12.2021 23:14
Hópsmit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum Átta starfsmenn og tveir heimilismenn hjúkrunarheimilisins Hsu Hraunbúða greindust smitaðir af kórónuveirunni í dag. 26.12.2021 21:59
Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. 26.12.2021 21:27
Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. 26.12.2021 20:52
Kviknaði í út frá kertaskreytingu í Hveragerði Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hveragerði rétt í þessu. Um var að ræða eld frá kertaskreytingu á borði. 26.12.2021 19:02