Kviknaði í út frá kertaskreytingu í Hveragerði Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hveragerði rétt í þessu. Um var að ræða eld frá kertaskreytingu á borði. 26.12.2021 19:02
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26.12.2021 18:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Of snemmt er að draga ályktanir um álagið sem omíkron-afbrigðið mun valda Landspítalanum. Veikt fólk beið úti tímunum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Rætt verður við yfirlögregluþjón almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26.12.2021 18:32
Þristamúsin fræga innkölluð Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður. 26.12.2021 18:01
Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26.12.2021 17:34
Loka baðströndum eftir banvæna hákarlaárás Yfirvöld í Kaliforníu hafa gripið til þess ráðs að loka baðströndum í San Luis Obispo sýslu eftir að 31 eins árs gamall brimbrettakappi lést af sárum sínum eftir hákarlaárás í gær, á aðfangadag jóla. 25.12.2021 23:11
Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. 25.12.2021 22:30
Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 25.12.2021 20:44
Björk kaupir Sigvaldahús á 420 milljónir króna Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gengið frá kaupum á Sigvaldahúsinu að Ægissíðu 80. Kaupverðið sé hvorki meira né minna en 420 milljónir króna. 25.12.2021 20:03
Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. 25.12.2021 19:06