Maðurinn var úrskurðaður látinn eftir að tekist hafði að ná honum upp úr sjónum eftir árásina. Um er að ræða fyrstu banvænu hákarlaárásina í átján ár á svæðinu.
„Þetta er hræðilegt slys,“ segir Eric Endersby, hafnarstjóri á svæðinu í samtali við CNN. „Sem betur fer viðrar illa til brimbrettanotkunar, svo það eru ekki margir brimbrettamenn á svæðinu, en við höfum lokað vatninu til öryggis,“ segir hann.