Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. 9.1.2022 17:37
Bíll Hilmars fannst óskemmdur í Mjódd Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti. 9.1.2022 16:25
Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 9.1.2022 14:20
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9.1.2022 13:08
Lægðin fletti klæðningu af Nesvegi Kröftug lægð sem kom að landinu sunnaverðu í vikunni fletti vegklæðningu af um þrjú hundruð metra kafla Nesvegar sem liggur milli Grindavíkur og Reykjanesvita. 9.1.2022 12:38
Hádegisfréttir Bylgjunnar Miklum stormi er spáð á nær öllu landinu í kvöld. Björgunarsveitir eru enn og aftur í viðbragðsstöðu eftir sögulega lægð í vikunni. Farið verður yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 12. 9.1.2022 11:58
Grýtti grilli að lögregluþjónum og hlaut fimmtán mánaða dóm Karlmaður var á miðvikudag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölmörg brot, þar á meðal að hafa grýtt gasgrilli í átt að lögreglumönnum og innflutning á amfetamíni. 9.1.2022 11:52
Hætta við hugmynd um 75 þúsund króna launaauka Hætt hefur verið við umdeilda hugmynd borgaryfirvalda um að greiða leikskólakennurum 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vini sína og ættingja til starfa á leikskóla. 8.1.2022 16:05
Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. 8.1.2022 15:36
Líklegt að tvíbólusettir séu ólíklegri til að smitast af ómíkron Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ákvörðun um breytingu á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta vera tekna á grundvelli nýrrar rannsóknar sem sýni fram á að tvíbólusettir séu bæði ólíklegri til að smitast og smita aðra. 8.1.2022 15:11