Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 15:36 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan. Blóðmerahald Dýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan.
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira