Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8.1.2022 14:01
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8.1.2022 13:17
Óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu aflýst Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember 2021. 8.1.2022 11:09
Allra veðra von næstu daga Spáð er miklu austan hvassviðri í nótt og verða gular viðvaranir í gildi á Suðausturlandi, suðurlandi og Faxaflóa. 7.1.2022 23:31
Grunnskólabörn langþreytt á faraldrinum Grunnskólabörn eru flest hver orðin langþreytt á kórónuveirunni. Fréttamaður okkar hitti nokkur þeirra í Melaskóla í dag og ræddi við þau um faraldurinn. 7.1.2022 23:02
Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. 7.1.2022 22:29
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7.1.2022 21:50
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7.1.2022 20:27
Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7.1.2022 20:08
Réðu niðurlögum elds í Borgartúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú að störfum í Borgartúni í Reykjavík. Eldur kom þar upp fyrir skömmu en greiðlega gekk að slökkva hann. 7.1.2022 19:40