Drógu látinn mann inn á pósthús til að innheimta ellilífeyri hans Lögreglan á Írlandi hefur hafið rannsókn á atviki þar sem tveir menn drógu lík látins manns inn á pósthús í þeim tilgangi að fá ellilífeyri hans greiddan út. 22.1.2022 22:08
Tolli heltist úr lestinni en félagarnir halda ótrauðir á toppinn Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens er hættur við að klífa Aconcauga, hæsta fjall Ameríku. Arnar Hauksson og Sebastian Garcia leiðsögumaður hans stefna á að ná toppi fjallsins á morgun. 22.1.2022 19:06
Umboðsmaður barna varar við villandi upplýsingum Umboðsmaður barna stendur ekki að baki upplýsingablaði sem dreift hefur verið í heimahús, þó það sé gefið í skyn á blaðinu. 22.1.2022 18:44
Vilja styrkja tengsl Bandaríkjanna og Íslands Bandarískir fulltrúadeildaþingmenn hafa lagt fram frumvarp sem þeir kalla Íslandsfrumvarpið. Því er ætlað að styrkja tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands með því að heimila sérstök atvinnulandvistarleyfi fyrir Íslendinga. 22.1.2022 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 tökum við Færeyinga tali en þar ríkir mikil gleði með ákvörðun stjórnvalda um að aflétta samkomutakmörkunum, þrátt fyrir að nýgengi smita sé það hæsta í heimi. 22.1.2022 18:08
Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. 22.1.2022 00:02
Eignuðust dóttur með hjálp staðgöngumóður Ofurhjónin Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum þegar staðgöngumóðir ól þeim dóttur. 21.1.2022 23:18
Leiðindaveður víða um land í nótt og á morgun Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norð-Vesturhluta landsins sem gilda til klukkan 18 á morgun. Þá eru gular viðvaranir í gildi víða um land. 21.1.2022 22:54
Stefán í Gagnamagninu gengst við að hafa beitt ofbeldi Stefán Hannesson, fyrrverandi meðlimur Daða og Gagnamagnsins hefur gengist við ásökunum um ofbeldi, sem á hann hafa verið bornar síðustu daga. Hann segist hafa tekið ákvörðun um það í fyrra að segja sig úr hljómsveitinni. 21.1.2022 21:53
Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. 21.1.2022 20:45