Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 21. janúar 2022 20:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira