Srílankskir þingmenn kjósa nýjan forseta Leynileg kosning fer nú fram á þingi Sri Lanka þar sem þingmenn kjósa milli þriggja frambjóðenda til forsetaembættis landsins. 20.7.2022 07:17
Hagnaður Kviku banka tæplega tveimur milljörðum króna undir áætlun Hagnaður Kviku banka hf. á öðrum ársfjórðungi er áætlaður 450 til 500 milljónir króna samkvæmt drögum að uppgjöri fyrir fjórðunginn. Áætluð afkoma fyrir fjórðunginn var 2,15 til 2,4 milljarðar króna og vantar því mikið upp á, eða 1,8 milljarð króna. 20.7.2022 06:46
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19.7.2022 12:12
Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. 19.7.2022 10:46
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19.7.2022 08:45
Kennsla hefst á ný í Fossvogsskóla Nemendur og kennarar snúa aftur í Fossvoggskóla í haust eftir að hafa verið „á hrakhólum í fjögur ár.“ 19.7.2022 07:44
Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. 18.7.2022 23:53
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18.7.2022 23:06
Hlutabréfaverð Símans lækkað mikið eftir tíðindi gærdagsins Gengi hlutabréfa Símans lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að tilkynnt var um það í gær að Ardian France SA væri ekki tilbúið til að ganga frá kaupum á Mílu. 18.7.2022 20:46
Tugendhat úr leik í baráttunni um leiðtogasætið Tom Tugendhat fékk fæst atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins í Bretlandi. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, leiðir enn. 18.7.2022 19:25