Tugendhat hlaut aðeins 31 atkvæði og er þar með úr leik. Rishi Sunak hlaut flest þeirra 357 atkvæða sem greidd voru í dag eða 115.
Panny Mordaunt, sem talin er líklegasti arftaki Borisar Johnson sem leiðtogi Íhaldsmanna, hreppti annað sætið með 82 atkvæði. Þar á eftir koma Liz Truss með 71 atkvæði og Kemi Badenoch með 58.
Þingmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði í tveimur umferðum til viðbótar þar til aðeins tveir frambjóðendur eru eftir. Þá fer fram kosning sem allir meðlimir Íhaldsflokksins hafa atkvæðisrétt í.
Miðað við skoðanakannanir YouGov er Penny Mordaunt líklegust til að vinna þá kosningu en hún tapar fylgi meðal þingmanna milli umferða. Rishi Sunak vantar aðeins fimm atkvæði til viðbótar til að tryggja sæti sitt í lokaumferðinni, að því er segir í samantekt the Guardian.
Ljóst er að til mikils er að vinna í baráttunni um leiðtogasætið þar sem arftaki Johnson verður einnig næsti forsætisráðherra Bretlands.