Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8.8.2022 10:26
Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. 8.8.2022 09:58
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7.8.2022 14:45
Ísraelar drápu leiðtoga PIJ og fimm almenna borgara Annar leiðtogi íslamistasamtakanna PIJ var drepinn í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza í nótt. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni. 7.8.2022 10:56
Kjaramál, Landspítalinn og bakslag í baráttunni Á Sprengisandi í dag ætlar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að leggja mat á stöðuna inn í haustið, 300 samningar lausir og vernda þarf kaupmátt í óvissuástandi. 7.8.2022 09:45
Hestar sluppu með skrekkinn þegar kviknaði í hesthúsi Laust fyrir klukkan sjö í morgun barst slökkviliði tilkynning um eld í hesthúsi í Hafnarfirði. Tveir hestar voru inni í húsinu en þeim var bjargað. 7.8.2022 08:52
Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7.8.2022 08:12
Mikið um rafskútuslys í nótt Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. 7.8.2022 07:45
Gleðin við völd í miðbænum Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, hófst klukkan 14. Gangan hefur ekki verið gengin síðan árið 2019 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því er gleðin við völd, sem hún er reyndar alltaf. 6.8.2022 14:40
Segja Kínverja hafa æft árásir á Taívan Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins. 6.8.2022 13:30